151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

barnalög.

11. mál
[12:50]
Horfa

Katla Hólm Þórhildardóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég tek undir það og er náttúrlega á þessu máli með fyrirvara. Þetta er mikil réttarbót fyrir foreldra sem eru nú þegar með þetta fyrirkomulag. En eins og hv. þingmenn Viðreisnar hafa nefnt hér er leiðinlegt að sjá að ekki hefur verið lagt í þessa breytingu til að tryggja réttindi fatlaðra barna á við réttindi annarra barna í þessu máli. Ég er bara hér til að segja og minna fólkið þarna úti á það að við í Pírötum, og alveg örugglega þingfólk Viðreisnar og Samfylkingar, munum fylgja því eftir að stjórnarliðar láti þessar breytingar verða að veruleika. Við munum standa vaktina með það, við munum ekki hætta að minna á að þetta er breyting sem þarf að verða.