151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

barnalög.

11. mál
[13:00]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við sem erum í minni hluta hér erum vön því að tillögur okkar séu felldar og við bítum bara á jaxlinn, við erum vön þessu, við upplifum það nánast daglega. Hitt er verra að hér er um að ræða jafnréttismál. Þetta er ekki jafnréttismál sem snýr að valdahlutföllum á þingi. Þetta er jafnréttismál sem snýr að fötluðum börnum.