151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

barnalög.

11. mál
[13:04]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er ekki hægt. Auðvitað er það ekki þannig að fólk vilji ekki koma til móts við fötluð börn. Það var farið ágætlega yfir það í ræðum um málið í gær hversu flókið það væri. Það hefur gildistíma seinna einmitt vegna þess að fara þarf yfir þennan lagabálk og fleiri. Til að mynda heyrir breytingartillagan sem hér er nefnd undir hæstv. barnamálaráðherra en þetta er frumvarp frá hæstv. dómsmálaráðherra og snertifletirnir eru fleiri. Þetta er gott mál, við erum öll sammála um það. Það stendur skýrt í nefndarálitinu að fara þurfi í þessar lagabreytingar. Ég treysti hv. allsherjar- og menntamálanefnd ágætlega í þessu máli. Sameinumst um að samþykkja þetta mikilvæga og góða mál og þótt fyrr hefði verið. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)(Gripið fram í: Já, þótt fyrr hefði verið.)