151. löggjafarþing — 67. fundur,  16. mars 2021.

mat og endurmótun á tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár.

556. mál
[14:44]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um þingsályktunartillögu sem ber þetta langa nafn og við erum í raun og veru að greiða atkvæði um þingsályktunartillögu sem gengur út á það að skipa starfshóp sem fer yfir fjármögnun rannsókna vegna náttúruvár og meira en það, fer líka yfir þau verkefni sem þarf að vinna í ljósi þess sem nú er að gerast út á Reykjanesskaga, hefur verið að gerast eins og á Seyðisfirði og víðar. Þessi tillaga er í átta liðum, eða verkefnin, og það verður leitast við að skipa starfshóp með fagstofnunum og öðrum. Ég vil sérstaklega þakka nefndinni fyrir að hafa verið í forystu í þessu með frumkvæðismáli af þessari tegund og lít svo á að hér séum við að vinna að þjóðþrifamáli.