151. löggjafarþing — 68. fundur,  17. mars 2021.

sóttvarnaráðstafanir og bólusetningar gegn Covid-19, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.

[14:53]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Fyrst varðandi aðstoð og viðeigandi heilbrigðisþjónustu við þau sem hafa glímt við eftirköst Covid-19 þá hef ég lagt mikla áherslu á það, eins og kom fram í fyrri samskiptum mínum við annan þingmann, að þær upplýsingar sem ég fæ eru að samskiptin milli Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands snúist um einhver tækniatriði sem eigi ekki að vera flókið að vinna úr. Reykjalundur hefur staðið sig einstaklega vel í því að sinna þessum hópi. Varðandi spurningu hv. þingmanns um fölsuð vottorð er það svo að landamæraverðir eru þjálfaðir til að meta gögn af þessu tagi, hafa verið það og eru það. Það að framvísa fölsuðum gögnum á landamærum varðar fangelsi.