151. löggjafarþing — 68. fundur,  17. mars 2021.

útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga.

602. mál
[15:30]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þessi þrjú lönd eru nefnd af því að þau skera sig úr í hópi þeirra sem sækir hér um alþjóðlega vernd og er búinn að fá alþjóðlega vernd. Ég veit að sjálfsögðu að þar eru mjög margir sem hafa hlotið alþjóðlega vernd í þessum löndum. Þangað kemur fólk og eru löndin oft fyrsti viðkomustaður fólks sem óskar eftir og sækir um alþjóðlega vernd. Þetta er dregið sérstaklega fram hér vegna þeirrar stöðu sem var búið að nefna að gæti komið fram mjög skýrt með því að hafa talsvert öðruvísi löggjöf hér á landi en í öllum öðrum Evrópuríkjum, þ.e. við erum eina landið sem erum gjörn á að veita fólki efnismeðferð og eru í rauninni tvær undanþágur sem hægt er að líta til sem eru öðruvísi hér á landi en annars staðar. En með þeirri leið sem lögð er til í frumvarpinu erum við að fara leið sem er t.d. farin í Finnlandi þar sem þessir aðilar geta þá sótt um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna af því að um leið og fólk sem er búið að fá vernd fær efnismeðferð hér á landi þá fær það vernd, vegna þess að það er metið á grundvelli þess lands sem það þarf vernd frá, því upprunaríki. Þá fær fólk vernd hér, enda eru sömu mælikvarðar hér og í flestum öðrum löndum í kringum okkur. Þannig að í staðinn fyrir að koma hingað og fá aðra efnismeðferð og annan tíma þá fer fólk frekar í gegnum það að sækja um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna sem tekur skemmri tíma en það kerfi sem við erum með í dag sem er svolítið tvöföld umsókn.