151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[18:48]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni seinna andsvarið. Fyrst vil ég segja að það voru ekki mín orð að aðhaldskrafa skipti engu máli. Ég var að reyna að útskýra það að ég hefði rætt áður í þessum ræðustól nálgunina á því að gera kröfur um aðhald í opinberum rekstri. Ég er ekki mjög hrifinn af flatri aðhaldskröfu á allt kerfið og það gildir ekki bara um heilbrigðisstofnanir. Og ég veit að hver króna skiptir máli í þessum rekstri. Það þekki ég alveg af störfum í hv. fjárlaganefnd.

Varðandi skuldamarkmiðin þá er það mjög góð spurning og stóra spurningin í raun og veru í þessu samhengi. Það er ólíkt eftir hagkerfum hvaða sjálfbærniviðmið gilda um skuldahlutföllin og eftir því sem ég kemst næst erum við við 60% farin (Forseti hringir.) að ganga vel á þá línu sem lýtur að sjálfbærni. Þannig að þetta skiptir máli og svo skiptir vaxtastigið máli.