151. löggjafarþing — 76. fundur,  12. apr. 2021.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:03]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá heilbrigðisráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 1007, um samninga um rannsóknir á lífsýnum erlendis, frá Ólafi Þór Gunnarssyni. Frá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 937, um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu, frá Guðjóni S. Brjánssyni, og á þskj. 979, um skráningu samskipta í ráðuneytinu, frá Birni Leví Gunnarssyni. Loks frá mennta- og menningarmálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 1020, um áhrif og forsendur áfrýjunar dóms um brot ráðherra gegn jafnréttislögum, frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.