151. löggjafarþing — 76. fundur,  12. apr. 2021.

ávana- og fíkniefni.

714. mál
[16:30]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Hitt sem ég er að velta fyrir mér og mér finnst skipta gífurlega miklu máli er að þetta mál verði samþykkt. Eins og hæstv. ráðherra sagði í ræðu sinni erum við að tala um að bjarga mannslífum. Hún er sannfærð um að þessi breyting muni bjarga mannslífum. Ég er einnig sannfærð um það. Ég hefði viljað gera þetta fyrir ári síðan en við erum að gera þetta núna. Því langar mig að spyrja hæstv. ráðherra: Er hún með hina ríkisstjórnarflokkana með sér í liði í þessu máli? Er meiri hluti fyrir þessu máli? Verður það samþykkt?