151. löggjafarþing — 76. fundur,  12. apr. 2021.

ávana- og fíkniefni.

714. mál
[18:12]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Forseti. Það er alveg á hreinu að ef viðkomandi andast við það að taka neysluskammt þá leitar hann sér ekki hjálpar. Það er alveg á kristaltæru. Og hvernig á það að vera betra að það komi fram í reglugerð hvað er neysluskammtur og hvað ekki, af hverju getur það ekki bara komið fram í frumvarpinu? Ef það á að vera breytilegt — á það að vera breytilegt á milli einstaklinga eða breytilegt í tíma eða breytilegt í þróun? Ég skil ekki hvað er breytilegt. Það er bara mjög breytilegt hvað hver og einn þolir af fíkniefnum. (HHG: Til dæmis.) Já. Þá verður maður að fá að vita hvað er neysluskammtur. (Gripið fram í.) Það er ekki í frumvarpinu og þess vegna get ég ekki samþykkt það. Ég veit ekki hvað ég á að þurfa að svara þessu oft, hæstv. forseti.