151. löggjafarþing — 81. fundur,  20. apr. 2021.

um fundarstjórn.

[13:04]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Varðandi það mál sem er hér rætt, að mál hafi ekki verið tekið á dagskrá í atvinnuveganefnd, þá er það þannig að formaður hefur dagskrárvald og þó að málið hafi ekki enn þá verið tekið á dagskrá þá mun það verða tekið á dagskrá, eins og ég hef sagt hv. þingmanni. Önnur mál hafa haft forgang og í öllum nefndum er forgangsröðun mála. Það mál sem hér liggur fyrir á eftir hefur ekki verið rætt efnislega hjá nefndinni, það á eftir að ræða það efnislega þó að nefndarálitið sé tilbúið. Málið hefur ekki verið tekið fyrir efnislega til umræðu og það verður gert. En formaður forgangsraðar málum eftir því hvað þau eru brýn og mun halda áfram að gera það og hv. þingmaður getur átt von á því að hans mál verði tekið fyrir fyrr en síðar.