151. löggjafarþing — 82. fundur,  21. apr. 2021.

sóttvarnalög og útlendingar .

747. mál
[15:17]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, því er náttúrlega fljótsvarað að markmiðið er sameiginlegt og markmiðð er að koma í veg fyrir smit á landamærum eins og nokkurs er kostur, þó minnug þess, sem er auðvitað staðreyndin, að þau smit sem hafa komið upp og verið greind á landamærum eru ekki vegna þess að við setjum reglur heldur vegna þess að reglurnar eru brotnar. Það er fólk sem brýtur í raun og veru reglurnar og þá kemur smitið upp. Varðandi reglugerðina sem slíka er hún á forræði dómsmálaráðherra en þó með þeim lagaumbúnaði sem hér er fjallað um og vonandi tekst að gera að lögum.