151. löggjafarþing — 84. fundur,  22. apr. 2021.

sóttvarnalög og útlendingar .

747. mál
[04:21]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er eiginlega fátt ömurlegra í fari fólks en þegar það lætur vandræðagang innan sinna raða bitna á öðrum og sýnir með því óþolandi ólund. Hæstv. heilbrigðisráðherra setti fram reglugerð fyrir þremur vikum síðan sem reyndist ekki lagastoð fyrir, sem gekk miklu lengra en hún gengur núna þrátt fyrir að faraldurinn hafi verið miklu vægari þá. Það er hæstv. heilbrigðisráðherra sem þarf að útskýra hvernig stendur á því að hún telur að ganga þurfi skemur núna en þurfti fyrir þremur vikum, núna þegar faraldurinn er í hæstu hæðum. Og það er vegna sundurlyndis hennar við samstarfsfélaga í Sjálfstæðisflokknum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)