151. löggjafarþing — 84. fundur,  22. apr. 2021.

sóttvarnalög og útlendingar .

747. mál
[04:24]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég varð fyrir vonbrigðum með ræðu hæstv. heilbrigðisráðherra hér áðan. En getur verið, forseti, að hæstv. ráðherra sé að beina orðum sínum til Sjálfstæðisflokksins, til stjórnarflokkanna, vegna þess einmitt að ekki náðist meiri hluti í hv. velferðarnefnd fyrir því frumvarpi sem við erum að afgreiða núna? Ég kýs að túlka orð hæstv. ráðherra þannig að hún sé að lýsa vonbrigðum sínum með Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli.