151. löggjafarþing — 84. fundur,  22. apr. 2021.

sóttvarnalög og útlendingar .

747. mál
[04:25]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Mér er nokk sama hvort klukkan er hálffimm eða einhver annar tími þessa sólarhrings. Það er mikilvægt að við í þessum þingsal klárum þetta mál. Hér erum við að taka til ákveðinna varna með skynsamlegum hætti, ríkisstjórnin, og leggja það til við Alþingi, sem mér sýnist að Alþingi vera tilbúið að taka til sín, að búa til auknar varnir á landamærum tímabundið á meðan við erum að klára það sem við erum að fara í gegnum. Staða okkar er góð í samanburði við önnur lönd. Bólusetningaráform okkar eru góð í samanburði við önnur lönd þannig að við erum á réttri leið. En það er mikilvægt að við tökum þessa ákvörðun hér í dag. Við Framsóknarmenn höfum stutt það allan tímann að sett sé lagastoð undir frekari skilyrði sem við erum að taka ákvarðanir um hér í dag. Þess vegna mun ég segja já.