151. löggjafarþing — 88. fundur,  3. maí 2021.

eftirlit með peningaþvætti.

[14:08]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég er ósammála hæstv. ráðherra um það. Héraðssaksóknari hefur auk þess sagt að þau hefðu ekki nægt fjármagn. Geta Samkeppniseftirlitsins hefur verið takmörkuð með lagabreytingum ríkisstjórnarinnar. Nú síðast lagði ríkisstjórnin niður embætti ríkisrannsóknarstjóra í núverandi mynd og veikti neytendavernd svo um munar.

Herra forseti. Hér hefur seðlabankastjóri stigið fram og talað um að landinu sé stýrt af hagsmunaöflum. Undir það hafa helstu hagfræðingar landsins tekið og forystufólk verkalýðshreyfingarinnar. Forsætisráðherra gerði heldur lítið úr þessum orðum í síðustu viku og brást við með því að kalla eftir dæmum. Þá er einföld spurning: Hefur hæstv. forsætisráðherra fengið slík dæmi einhvers staðar og kallað eftir þeim?