151. löggjafarþing — 88. fundur,  3. maí 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[18:45]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Í frumvarpinu stendur:

„Mikilvægt er að fulltrúi ráðherra heilbrigðismála hafi aðkomu að innflytjendaráði þar sem meðal hlutverka ráðsins er að stuðla að samhæfingu og samráði milli ráðuneyta, sveitarfélaga og innan stjórnsýslunnar. Því er lagt til að ráðherra heilbrigðismála tilnefni fulltrúa í nefndina.“

Nú verð ég bara að viðurkenna að ég veit ekki hvort lögin koma í veg fyrir að fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins sitji í þessu ráði. En að sjálfsögðu væri það mjög gott að fulltrúi þess ráðuneytis ætti þar sæti. Það er ljóst að þetta er málaflokkur sem snertir sérstaklega félagsmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og bara öll ráðuneyti, ráðuneyti atvinnumála og annað slíkt. Ég tek því undir það að rétt væri að þetta væri þarna inni.