151. löggjafarþing — 89. fundur,  4. maí 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[18:32]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, svona er bara veruleikinn sem blasir við okkur. En ég er hins vegar mjög feginn því að við getum aðeins notað tækifærið í þessu máli til að ræða almennt um þetta, um hælisleitendakerfið. Ég hræðist ekkert þó að það sé öskrað á mig. Einhverjir munu sjálfsagt gera það eftir þessa ræðu, öskra á mig í fjölmiðlum einhvers staðar. Ég er hér til að gæta hagsmuna umbjóðenda minna. Ég vil standa við skyldur Íslands en ég vil ekki hafa neitt stjórnlaust. Við erum búin að missa stjórnina. Önnur lönd misstu stjórnina og hvernig brugðust vinstri menn í þeim löndum við? Einhvern tímann verðum við að gera þetta, hv. þingmaður.