151. löggjafarþing — 91. fundur,  6. maí 2021.

utanríkis- og alþjóðamál.

765. mál
[16:37]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Aðeins að því sem ég á við með að kaflinn sé þröngur. Jú, stærstu öryggisógnirnar sem heimurinn stendur frammi fyrir akkúrat núna eru loftslagsbreytingar og heilbrigðisvá af völdum heimsfaraldurs og svo eru nú náttúruhamfarirnar innan lands okkur ljósar og við skiljum alvarleika þeirra og hvernig þær geta verið á heimsvísu og það er það sem ég á við, þessi mál verða ekki tækluð með her eða hervaldi. Ég ætla bara, vegna þess að tíminn er stuttur, að fagna því sem ráðherra segir varðandi það að allir þurfi að fylgja samningum og brýna hann í það verkefni að tala um fyrir Bretum og fá þá til að skipta um stefnu. Mig langar í blálokin, því tíminn er búinn, að spyrja hvernig gangi að vinna að því að friðlýsa íslenska lofthelgi fyrir kjarnorkuknúnum farartækjum, eins og kveðið er á um í þjóðaröryggisstefnunni.