151. löggjafarþing — 93. fundur,  11. maí 2021.

umferðarlög.

280. mál
[14:40]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum nú atkvæði um breytingar á umferðarlögum sem ná til ýmissa atriða, að einfalda ferla, skýra orðalag tiltekinna lagaákvæða og greiða fyrir innleiðingu reglugerða Evrópusambandsins. Lagðar eru til breytingar á 15 greinum umferðarlaganna sem nú eru í gildi frá 2019, flest jákvætt og þjónar vel tilgangi sínum. Þó getur þingflokkur Samfylkingarinnar ekki stutt breytingar á a-lið 1. gr. frumvarpsins þar sem lagt er til að hámarkshraði í vistgötum verði hækkaður. Þingflokkurinn styður því breytingartillögu hv. þm. Andrésar Inga Jónssonar um að ákvæðið verði óbreytt frá því sem nú er.