151. löggjafarþing — 96. fundur,  17. maí 2021.

flugvallamál.

[13:42]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S):

Herra forseti. Í þessum mánuði eru tíu ár, áratugur, síðan varaflugvallagjaldið var tekið af flugi á Íslandi. Þá hvarf úr kerfinu einn milljarður á ári til fjárfestinga í flugvallakerfi landsins og þá sérstaklega til alþjóðaflugvallakerfisins. Á þeim tíma fóru 1.500 milljónir á núvirði niður í 350–400 milljónir. 9–10 milljarðar hafa horfið út úr þessu kerfi á þessum stutta tíma. Það var varað við því á nefndarfundi, af forsvarsmönnum flugstöðvarinnar, að þetta yrði gert og bókað. Hvernig ætlum við að takast á við þetta mikla verkefni? Það hefur ekkert verið gert í tíu ár til að verja þetta. Við höfum aðeins verið að eiga við þetta í gegnum fjárlög en kerfið hefur ekki tekist á við vandann. Það sem gerðist var að varaflugvallagjaldið hvarf inn í flugstöðina í Keflavík í staðinn. Þetta hefur skaðað flugöryggi í landinu og uppbyggingu flugvallanna. (Forseti hringir.) En hvernig ætlum við að tækla þessa hryggðarmynd sem er? Flugið er að fara á fulla ferð á nýjan leik og þörf á fullri uppbyggingu flugvallanna.