151. löggjafarþing — 98. fundur,  19. maí 2021.

fjölmiðlar.

367. mál
[13:57]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér erum við að fara að greiða atkvæði um arfavitlaust mál. Hvar eigum við að fá þessar 400 milljónir? Með niðurskurði í almannatryggingum? Með niðurskurði í heilbrigðiskerfinu? Eða eigum við að taka lán? Þetta segir hæstv. fjármálaráðherra þegar hjálpa á þeim sem svelta á Íslandi og lifa í sárafátækt. Eigum við ekki að byrja þar? Eigum við ekki líka að byrja á því að gera samkeppni fjölmiðlanna heilbrigða? Er það ekki fyrsta skrefið? Taka á auglýsingamarkaðnum, RÚV? Taka á erlendum fjölmiðlum? Byrjum þar. En að byrja á því að ausa fé í einkarekna fjölmiðla, jafnvel í eigu auðmanna, er það fáránlegasta sem við gerum. Ég segi nei. Þótt minni hlutinn sé með nanóbetri tillögu en meiri hlutinn er jafnvitlaust að setja 50 milljónir til einkarekinna fjölmiðla, 50 milljónir eru allt of mikið. Þeir eiga ekki að fá neitt.