151. löggjafarþing — 100. fundur,  25. maí 2021.

fjölmiðlar.

367. mál
[14:35]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við sjáum nú dæmi þess hvernig sótt er að fjölmiðlum og starfsemi þeirra en fjölmiðlar eru fjórða valdið, oft kallað. Þeir eru einhver mikilvægasta stoð sem til er í okkar lýðræðislega samfélagi. Það er ákaflega mikilvægt að hér þrífist heilbrigt og þróttmikið fjölmiðlaumhverfi. Það hefur átt undir högg að sækja á undanförnum árum og óþarfi að fara út í ástæður þess. En það er full ástæða til þess að styrkja þetta umhverfi og styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. Við í Samfylkingunni styðjum því þetta mál. Við hefðum kosið að þingið hefði samþykkt breytingartillögu okkar sem miðaði að því að hafa styrkina lægri þannig að þeir myndu nýtast fleirum og myndu nýtast betur minni fjölmiðlum en meiri hluti þingsins leit ekki svo á og því fór sem fór. Engu að síður tel ég að þetta sé framfaramál og við munum styðja þetta mál.