151. löggjafarþing — 100. fundur,  25. maí 2021.

breyting á þingsályktun nr. 40/150 um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024.

802. mál
[15:43]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Eitt er þessi yfirtaka Isavia á rekstri varaflugvallakerfisins sem er mjög mikilvæg en ég get verið algjörlega sammála hv. þingmanni um að það liggur ekki fyrir hvernig hún verður. Það er mál sem verður að fara í að vinna. Það verður ekki við það unað að varaflugvallakerfið sé í þessari óvissu. Annað er svo sú ábyrgð sem liggur á Isavia að gera skýra grein fyrir framkvæmdaþörfinni fyrir umhverfis- og samgöngunefnd, óháð því hvað ráðuneytið kemur með og afar sérstakt ef ráðuneytið kemur fram með tillögur sem má vera ljóst að ganga ekki upp varðandi þessa akstursbraut að Isavia axli ekki þá ábyrgð að koma með réttar upplýsingar þegar það mál var afgreitt fyrir ári síðan. Getur hv. þingmaður ekki verið sammála mér um það?