151. löggjafarþing — 101. fundur,  26. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[14:52]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa spurningu og síðara andsvar. Ég ætla að byrja á nýsköpun, rannsóknum og þróun. Ef við tökum 2017–2026 er 33% aukning. Árin 2017–2021 … (Gripið fram í.) — Nei. Þegar það dettur út sem tilheyrir fjárfestingarátakinu inn á nýsköpunarsviðið þá er það ný ákvörðun að framlengja það. Varðandi hina tæknilegu spurningu þá gæti ég verið mjög þurr á manninn varðandi málefnasviðin og sagt: Málefnasviðin eru í tillögugreininni, uppreiknuð, þannig að þegar við samþykkjum málið þá samþykkjum við stefnumótun málefnasviðanna sem er í greinargerð. Það er rétt gert í þeirri áætlun sem við samþykktum í desember. Við munum auðvitað fjalla um það hér. Mér finnst þetta góð spurning en ég skal viðurkenna að ég hef aldrei áður gert þetta með þessum hætti.