151. löggjafarþing — 102. fundur,  27. maí 2021.

hækkanir almannatrygginga og launaþróun.

[13:28]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þessi hefð er nefnilega rosalega skrýtin. Á meðan ekki tekst að fara í kerfisbreytingar erum við viljandi að láta lífeyri almannatrygginga rýrna. Það hefur gerst ár eftir ár undanfarin 20 ár. Ef lífeyririnn væri samkvæmt lögum um almannatryggingar, myndi fylgja a.m.k. launaþróun, þá værum við ekki að tala um þessa peninga sem vantar, þeir væru nú þegar í kerfinu og framfærslan væri sú sem var verið að kalla eftir. Hvernig væri að hætta þessari hefð sem reyndin er að skerðir kjör lífeyrisþega almannatrygginga og fylgja einfaldlega anda laganna þarna, bókstaf laganna meira að segja, um að lífeyrir almannatrygginga fylgi alla vega lögum, fylgi launaþróun?