151. löggjafarþing — 105. fundur,  2. júní 2021.

kosningar til Alþingis.

647. mál
[13:37]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Þetta er breytingartillaga sem kemur frá ráðuneytinu við frumvarpið eins og það er lagt fram varðandi rafræna undirskrift. Síðan var við meðferð nefndarinnar á málinu talið að nota þyrfti orð sem ég man ekki í svipinn hvert var, en það var sett inn. En svo var núna að koma ábending frá ráðuneytinu um að setja þyrfti orðið „fullgild“ fyrir framan rafræna undirskrift til að vera viss um að hún væri fyllilega jafngild undirskriftum á pappír. Þetta frumvarp er viðbót við að áfram sé hægt að safna undirskriftum við meðmælalista og listabókstafi og slíkt á pappír. En það bætist við að hægt sé að gera það rafrænt. Þetta er til að tryggja það að þessar undirskriftir séu jafngildar.