151. löggjafarþing — 107. fundur,  4. júní 2021.

um fundarstjórn.

[13:06]
Horfa

utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hve langt maður getur farið í að ræða efnismál undir þessum lið en vil þó segja að það er auðvitað vilji minn að setjast niður með hv. utanríkismálanefnd og ræða þessi mál, sem margoft hafa verið rædd í nefndinni, og það hefur verið markmið mitt að hafa hv. utanríkismálanefnd upplýsta um gang mála. Stundum eru mál hins vegar þannig, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að þau ganga hratt fyrir sig og það er erfitt að upplýsa um eitthvað sem menn vita ekki hvað verður. (Gripið fram í.) Hins vegar get ég sagt að sú niðurstaða sem fékkst er alveg í samræmi við það sem lagt var upp með, þannig að það mun ekki koma hv. utanríkismálanefnd á óvart þegar við förum yfir það, sem ég vona að verði gert hið allra fyrsta.