151. löggjafarþing — 110. fundur,  9. júní 2021.

atvinnuleysistryggingar og greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs.

775. mál
[13:45]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég ætlaði bara að koma upp hér og gera grein fyrir því að við munum styðja þetta mál en erum með breytingartillögu. Núgildandi lög gera ráð fyrir því að atvinnuleitandi geti misst rétt til atvinnuleysisbóta við að hafna starfi, jafnvel þó starfið sem honum býðst samræmist ekki á nokkurn hátt starfsreynslu hans og menntun. Við leggjum til í breytingartillögu að tryggja eigi að bótaréttur tapist ekki þegar einstaklingur hafnar starfi sem er ekki í samræmi við fyrri starfsreynslu eða menntun og ég legg til að við styðjum þá tillögu. Varla viljum við neyða fólk til að vinna vinnu sem hæfir því ekki á neinn hátt með hótun um að fólk muni annars missa bótaréttinn. Það er ekki skynsamlegt.