151. löggjafarþing — 111. fundur,  10. júní 2021.

fjáraukalög 2021.

818. mál
[11:05]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni framhaldsspurninguna varðandi það að lengja þetta tímabil. Ég hafna því alfarið að verið sé að halda einhverjum í sárafátækt. Það er enginn að halda einum eða neinum í einu eða neinu. Ég kom þvert á móti inn á það í fyrra andsvari að það mikilvæga við þessar kringumstæður væri virkni. Það er alltaf hagur allra og samfélagsins alls og þeirra sem um ræðir að skapa virkniúrræði frekar en að lengja tímabil og lengja í ólinni. Það tapa allir á því. Við þurfum hins vegar að fylgjast vel með og þetta er vel skráð. Það er miklu skynsamlegra að leggja aukið fé í aukna styrki með vinnu og aukin úrræði til að koma fólki í virkni og hjálpa fólki að hjálpa sér sjálfu í virkni.