151. löggjafarþing — 112. fundur,  11. júní 2021.

tilkynning.

[10:35]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur lagt fram mikilvægt frumvarp í ljósi þess að nú eru 600–700 smábátasjómenn sem standa frammi fyrir mjög alvarlegu atvinnuleysi. Málið er gott, en hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur hins vegar verið að spreða því út um allan bæ að það sé á einhvern hátt stjórnarandstöðunni að kenna að málið komist ekki á dagskrá. Ég vil halda því til haga að hv. þingmaður er formaður atvinnuveganefndar og ég sit í þeirri nefnd. Hv. þingmaður er með þingflokksformann sem semur ekki um málið fyrir hennar hönd. Hv. þingmaður er í sama flokki og virðulegur forseti sem setur málið ekki á dagskrá. Hv. þingmaður er í sama flokki og hæstv. forsætisráðherra sem virðist ekki styðja málið. Það erum við sem styðjum málið, Píratar, og stjórnarandstaðan vænti ég, við viljum setja málið á dagskrá fyrir smábátasjómenn. Sjáum hvað setur.