151. löggjafarþing — 112. fundur,  11. júní 2021.

dagskrá næsta fundar.

[10:46]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég er á þessari títtnefndu þingsályktunartillögu. Ég ætla ekki að taka mig af henni, en ég veit að stuttur tími gefst til þess á þessu þingi að búa almennilega um hana. Þess vegna ætla ég ekki að samþykkja það að taka hana á dagskrá. Þar sem ég verð áfram á tillögunni skora ég á hæstv. sjávarútvegsráðherra, sem á ýmsa gullmola í sínum bakpoka, að taka einn upp úr og standa með strandveiðinni í sumar. (Sjútvrh.: Ég á demanta.) — Þó að það væri demantur, þá skaltu slípa hann.