151. löggjafarþing — 112. fundur,  11. júní 2021.

dagskrá næsta fundar.

[10:53]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Eins og hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði nýlega þá er það stundum þannig á Íslandi að það er verra að tala um glæpinn en að fremja hann. Endurspeglast það í þeirri arfavondu ræðu sem við hlýddum hér á frá síðasta ræðumanni, hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur. Staðreyndirnar tala sínu máli, þetta eru samtöl sem áttu sér stað á Facebook. Þau eru skrifuð þar. Það er hægt að bera það sem hv. þingmaður sagði þar saman við það sem hún sagði í svari sínu. Það er hægt að hlýða á smábátasjómenn og hvað þeim hefur verið sagt, hvað þeir hafa frétt um þetta mál, hvaðan það kemur og hverjum það á að vera að kenna að það sé ekki einu sinni tekið til umræðu núna.

Virðulegi forseti. Staðreyndir ljúga ekki.