151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

ávana- og fíkniefni.

644. mál
[13:17]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við færum hér landbúnaðarráðherra það verkefni að setja reglugerð sem kveður á um veitingu leyfis til innflutnings á fræjum af tegundinni cannabis sativa og fagna ég því máli. Þar sem það kemur sérstaklega fram í frumvarpinu að það fjalli ekki um CBD finnst mér mikilvægt að árétta að eftir að við samþykkjum þessi lög mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipa starfshóp sem mun einmitt fjalla um CBD og CBD-olíu. Starfshópurinn fer sérstaklega yfir lög um matvæli, lög um ávana- og fíkniefni og lyfjalög og leggur mat á nauðsyn þeirra breytinga sem þarf að gera svo að framleiða megi og markaðssetja CBD-olíu hér á landi. Ég fagna því þessu frumvarpi og þó að ég hefði persónulega valið að láta þetta frumvarp ná utan um CBD núna þá fagna ég því að þessi vinna sé þó að fara af stað og að til standi að finna lausn í þessum mikilvæga málaflokki sem allra fyrst.