151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

ávana- og fíkniefni.

644. mál
[13:19]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tel þetta mikilvægt skref í þá átt að veita aukin tækifæri, bæði fyrir landbúnaðinn og önnur svið og aðra geira í samfélaginu. Ég mun því styðja þetta mál. En eins og þessari ríkisstjórn er pínulítið tamt þá kann hún ekki að stíga stór skref strax og ég hefði gjarnan viljað sjá CBD tekið hér inn. Ég vil um leið taka undir orð hv. þm. Halldóru Mogensen, sem hefur verið ötull talsmaður þess að ýta þeim málum áfram, verið er að beina því í ákveðinn farveg sem ég fagna. Ég vil hvetja hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra til að ýta því máli strax af stað og ekki dvelja við að skipa starfshópinn í þessu máli. Ég styð þetta skref þó að ég hefði viljað sjá það stærra.