151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

ávana- og fíkniefni.

644. mál
[13:20]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er mikilvægt mál en ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, það er pínulítið sérkennilegt að við getum keypt vörur úti í búð með erlendri CBD-olíu en þorum ekki að treysta íslenskum framleiðendum, íslenskum bændum, fyrir því verki að framleiða CBD-olíu innan lands. Það hefði farið vel á því ef við hefðum sett það með í málið eins og lagt var til í nefndinni en því miður skorti aðeins kjark til þess. En við fögnum því alla vega að þetta sé að klárast.