151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[18:30]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég á bágt með að sjá hvernig hv. þingmenn Miðflokksins ætla að sýna fram á að þeir hafi stöðvað málið. Ég sé þess ekki merki nokkurs staðar. En ég get alla vega útskýrt það fyrir kjósendum að þeirra vilji er kominn í þingskjöl, á þeirra vilja er hlustað. Þeirra vilji er kominn í þverpólitíska skýrslu. Þeirra vilji hefur verið súmmeraður upp í þessari frávísunartillögu sem ég stend að, ekki þingmenn Miðflokksins.