151. löggjafarþing — 114. fundur,  12. júní 2021.

brottfall laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis.

558. mál
[22:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Maður fær ekki allt sem maður vill og vill ekki allt sem maður fær. Þannig er það líka í þinglokasamningum og Píratar verða að sætta sig við það eins og aðrir hér á þingi. Ég tel mig hafa svarað þessu ansi skýrt. Ég get ekki svarað fyrir alla Sjálfstæðismenn eða alla Framsóknarmenn og vísa auðvitað fyrst og fremst til stefnu Vinstri grænna í þessu máli. Þetta var hluti af þinglokasamningum. Þetta er niðurstaðan og henni verða Píratar að lúta líkt og aðrir.