151. löggjafarþing — 114. fundur,  13. júní 2021.

loftslagsmál.

711. mál
[00:06]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Herra forseti. Ég og þingflokkur Samfylkingarinnar styðjum auðvitað frumvarpið og fögnum þessu markmiði en áréttum að nauðsynlegt er að í framhaldinu verði tölulegum markmiðum um skýrari aðgerðaáætlun stjórnvalda komið inn. Einnig þarf að koma markmiðsákvæði um kolefnishlutleysi 2040 í lög um loftslagsmál. Slíkt markmiðsákvæði ætti að vera komið fyrir árið 2030 sem varði síðan leiðina að kolefnishlutleysi og þannig tryggt að þessu markmiði verði náð. Á vegferðinni að kolefnishlutleysi þarf leiðarstefið að vera að byggt sé á hugmyndum um sanngjörn umskipti og tryggt að þær breytingar sem verða á samfélaginu leiði ekki til þess að heildaráhrifin komi ójafnt niður á fólki eftir því hvar á landinu það býr.