151. löggjafarþing — 114. fundur,  13. júní 2021.

brottfall laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis.

558. mál
[00:40]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég vil bara halda því til haga fyrir næstu kosningar að þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð ætlar að tala um loftslagsbreytingar þá verður þessu haldið til haga. Ræðunum sem hér voru haldnar af hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur verður haldið til haga. Því hvernig meiri hlutinn kaus að koma fram í þessu máli og hvernig hann reyndi að láta líta út eins og hann styddi markmið frumvarpsins, því verður haldið til haga. Ég mun tala um það og vonandi sem flestir. Það er Vinstrihreyfingunni – grænu framboði til skammar að geta ekki stutt þetta mál heldur búa til þennan blekkingaleik að vísa því til einhverrar ríkisstjórnar, vitandi mætavel, og viðurkenndu það hér fyrir opnum tjöldum, að þau vita ekkert hvað verður um málið, eitthvað jafn einfalt og það að Ísland verði ekki olíuríki. Að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.