151. löggjafarþing — 115. fundur,  13. júní 2021.

þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu.

588. mál
[00:55]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Inga Sæland veitti mér innblástur áðan. Ég verð að koma þessu frá mér áður en ég fer héðan. Oft er talað um að það sama sé undir öllum þingmönnum, að ekkert breytist, þingmenn geri ekkert og að tilgangslaust sé að taka þátt í pólitík vegna þess að þetta sé alltaf bara eins. Það er erfiðara en ætti að vera að fá fram málefnalega umræðu hér. Það er erfiðara fyrir minni hlutann en ætti að vera að koma á breytingum. En eins og þetta frumvarp sannar þá er það hægt. Það er hægt að bjóða sig fram, það er hægt að ná kjöri, það er hægt að leggja fram mál og það er hægt að fá þau samþykkt. Mér finnst mikilvægt að við höldum því líka til haga. Draumar geta ræst.

Að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.