152. löggjafarþing — 5. fundur,  4. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[13:33]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hjó eftir því í ræðu hv. þingmanns að hann talaði um fækkun sjúkrarýma og hvað hafi verið gert og hvernig allt hefur breyst á undanförnum árum. Hann nefndi til að mynda túrismann, að hingað hafi komið mikið af ferðamönnum. Við gleymum því stundum að ef við fáum eina og hálfa eða tvær milljónir ferðamanna er það margföld íbúatala Íslendinga. Þegar kemur að því að takast á við þetta, þangað til núna í fjárlögum að það er örlítið verið að bæta inn fyrir sjúkrarými, þá hefur svarið hingað til alltaf verið að það þurfi bara að bæta framleiðni eða fara í stafræna umbyltingu í heilbrigðiskerfinu. Ég staldra við það af því að ég man eftir því að afi minn heitinn, sem var hjartasjúklingur í 17 ár og eyddi því miklum tíma uppi á Borgarspítala, eins og hann hét á þeim tíma, var bara settur inn í vaskaherbergið (Forseti hringir.) af því að það var ekki pláss. Er þetta kannski framleiðniaukningin sem við þurfum, að nota bara klósettin og vaskaherbergin, (Forseti hringir.) jafnvel kaffistofurnar, og fylla þau rými? Heldur hann að það sé framleiðniaukningin sem ráðherrar leggja til?