152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

friðlýsing og orkuöflun.

[13:23]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Hæstv. ráðherra myndi kannski vinsamlegast staðfesta það í seinna svari sínu hvort það sé réttur skilningur að fyrrv. umhverfisráðherra hafi ekki upplýst hann um það sem hann gerði kvöldið áður en hann afhenti honum lyklana að ráðuneytinu, að hann hefði friðað jörð sem er lykilatriði í tengslum við virkjunarkost í nýtingaráætlun. Ég trúi því hreinlega ekki að það sé raunin að fyrrverandi umhverfisráðherra hafi ekki upplýst þann ráðherra sem tók við málaflokknum nokkrum klukkustundum síðar um að síðasta embættisverk fyrrv. ráðherra hafi verið að friða jörð sem slær því sem næst af virkjunarkost í nýtingarflokki. Getur þetta verið?