152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

friðlýsing og orkuöflun.

[13:24]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Án þess að vilja neitt vera að fara út í það sem hefur gerst frá því að ég tók við, og samskipti mín og fyrirrennara míns, er skemmst frá því að segja að þau litlu samskipti sem átt hafa sér stað hafa verið einstaklega góð. Við höfum sammælst um það, og þurfti ekki neitt til, að setjast niður og fara yfir ýmis mál en hefur ekki gefist tími til þess. Hins vegar var það auðvitað ekki þannig, þegar við vorum að skiptast á lyklum, að við hefðum tíma til að fara yfir öll þau mál sem eru í gangi, ekki frekar en þegar ég afhenti hinum ágæta utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra lyklana. Ekki það að ég hafi gert neitt á — eða við getum orðað það þannig að við eigum t.d. líka eftir að fara yfir ýmis mál og það verður auðvitað gert. (Forseti hringir.) En ég á ekki von á öðru en að samstarf mitt við fyrirrennara minn verði bara gott hér eftir sem hingað til.