152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

græn orka.

[13:32]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Eins og hv. þingmaður byrjaði vel þá fór hann aðeins út af sporinu. Að halda því fram að þetta tengist þriðja orkupakkanum er fullkomin þvæla. Ef hv. þingmaður vill ræða hér um það … (Gripið fram í.) — byrjaði að kalla það orkustefnu Evrópusambandsins. Ég vil líka upplýsa hv. þingmann að Ísland er ekki í Evrópusambandinu. En guð minn almáttugur, ef ég fæ að ræða hér aftur um þriðja orkupakkann þá gleðst ég, að fara aðeins yfir það hvað menn sögðu um hvað myndi gerast ef við færum í þriðja orkupakkann. Hv. þingmaður getur alveg treyst á það að ég mun taka virkan þátt í þeirri umræðu. Ég hlakka til þess. (Gripið fram í: … síðast?) Hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætti kannski aðeins að rifja upp eigin orð (Gripið fram í.) og síðan hvað gerðist í kjölfarið. Akkúrat. Hvar er sæstrengurinn sem átti að koma hingað og við gátum ekki stöðvað? (SDG: … byggja … ) — Er ég að fara að byggja? Ég hlakka til þessarar umræðu. Við skulum fara í það hvað hér var sagt um þriðja orkupakkann í leiðinlegustu ræðum þingsögunnar og hvað gerðist eftir að við samþykktum þriðja orkupakkann.