152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

stuðningur við börn af erlendum uppruna.

[13:38]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Hann kallaði eftir því að við ættum hér samtal um staðreyndir. Þetta eru staðreyndir málsins. Svona lítur þjónustan út gagnvart börnum í landinu og ekki síst gagnvart börnunum í Reykjavík. Þar er helmingur þessa hóps. Og gleymum því ekki að sveitarstjórnarstiginu var beitt aftur og aftur á síðasta kjörtímabili til að draga úr kostnaði og ábyrgð ríkissjóðs. Vinnan er hjá sveitarfélögunum. Kostnaðurinn er hjá sveitarfélögunum, ábyrgðin er hjá sveitarfélögunum og þau og börnin sem þurfa á þjónustunni að halda verða að geta treyst því að fjármagn fylgi. Þegar talað er um að fjárfesta í fólki gengur ekki bara að senda reikninginn annað. Það gengur ekki og það er ekki boðlegt.

Ég endurtek spurninguna vegna þess að við erum að ræða staðreyndir málsins: Hyggst ráðherra sveitarstjórnarmála, innviðaráðherra, beita sér með öðrum hætti á þessu kjörtímabili en ríkisstjórnin gerði á því síðasta?