152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

friðlýsing fráfarandi umhverfisráðherra.

[13:47]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Það sem verið er að fjalla um hérna er áhugavert, þessar ákvarðanir ráðherra undir lok kjörtímabils. Það hefur verið rætt um þetta áður. Ég bað einmitt um að við myndum fjalla aðeins um það í fjárlaganefnd um daginn. Framkvæmdarvaldið er búið að vera í fríi í næstum því hálft ár. Það eitt og sér er mjög varhugavert, sérstaklega þegar við búum í þingbundnu lýðræði, við verðum að hafa það í huga. Við eigum að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu og þegar það tekur sér mjög vænan skammt af eftirlitslausum verkum rétt fyrir kosningar er það eitthvað sem við verðum að skoða, í rauninni hvort sem tilefni er til eða ekki, það er bara skylda okkar. Það koma greinilega fram ábendingar núna um atriði sem virka áhugaverð, svo að ekki sé fastar að orði kveðið, og gefa okkur tilefni til að skoða það frekar en bara almennt tilefni, sem ætti að vera nóg. Ég hvet hæstv. ráðherra til að (Forseti hringir.) svara fyrirspurnum fjárlaganefndar í þessum málum.