152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[15:56]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir greinargott svar. Það er mjög mikilvægt sem hv. þingmaður nefndi, þetta með að hlusta á notendur kerfisins. Ég kem úr tæknigeiranum og hef lært nákvæmlega þetta á undanförnum 20 árum, að ef maður ætlar að búa til hugbúnað sem virkar þá þarf að hlusta á notendur, annars endar maður með eitthvað sem virkar aldrei.

En mig langaði líka að spyrja hv. þingmann: Nú er desember, það eru að koma jól og það er ekki svo að öryrkjar eða eldri borgarar fái einhvers konar desemberuppbót eins og flestir launamenn. Getur hv. þingmaður getur gefið okkur örlitla innsýn inn í hversu erfiður þessi tími er fyrir öryrkja?