152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[15:57]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanninn fyrir þetta. Það er svolítið merkilegt þegar maður fer að tala um desembermánuð. Það er innbyggt í kerfið að það eigi að borga út desemberuppbót. Í dag er desemberuppbótin að ég held um 47.000 kr. óskertar þannig að hún skili rúmum 30.000 kr. útborgað. En þeir sem dirfast að hafa tekjur annars staðar, ef þeir dirfast að hafa lífeyrissjóð, að hafa verið þvingaðir í eignarupptökuvarinn lífeyrissjóð, að borga í hann, þeir fá ekki neitt. Ég get bent á að þegar ég var í þessu kerfi á sínum tíma held ég að ég hafi fengið 1.000 eða 2.000 kr. í jólauppbót — að setja það í samhengi við það sem við fáum hér í jólauppbót í dag. Ég væri tilbúinn að skipta á núlli hér; ég fengi núll, þeir fengju það sem við fáum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)