152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[16:25]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég held að allt það sem viðkemur fjárlögunum, allt það sem lagt hefur verið fram hér, sé klippt úr síðustu fjármálaáætlun með smábreytingum. Ég held hreinlega að stjórnarliðar skammist sín fyrir þetta og vilji þess vegna ekki ræða það. Þau sjá að þetta er svo lélegt að þau geta ekki einu sinni komið hingað upp til að verja málið. Það eru auðvitað allir stærstu hóparnir skildir eftir, þeir sem þurfa virkilega á einhverju að halda. Ég segi fyrir mitt leyti, ef maður væri hinum megin við borðið, að ég myndi ekki láta í mér heyra, hvað þá reyna að ræða og verja þessi ömurlegu fjárlög sem hafa verið lögð fram. Þau eru eingöngu fyrir þá útvöldu en ekki fyrir þá sem þurfa mest á hjálp að halda.